4 C
Grindavik
8. maí, 2021

United kom til baka í síðari hálfleik og vann

Skyldulesning

Mason Greenwood fagnar marki sínu í kvöld.

Mason Greenwood fagnar marki sínu í kvöld.

AFP

Manchester United vann góðan 2:1 endurkomusigur gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að hafa verið undir í hálfleik.

Heimamenn í Man Utd byrjuðu leikinn betur og átti Mason Greenwood til að mynda þrumuskot í stöngina strax á áttundu mínútu.

Eftir það tóku gestirnir í Brighton öll völd og uppskáru mark á 13. mínútu. Eftir flotta sókn endaði boltinn hjá Pascal Gross á hægri vængnum, hann átti frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Danny Welbeck sem skallaði að marki, Dean Henderson varði en Welbeck náði frákastinu og skallaði í netið. Staðan orðin 0:1 og Danny Welbeck að skora þriðja mark sitt á ferlinum gegn uppeldisfélaginu.

Brighton voru áfram ógnandi, sérstaklega úr föstum leikatriðum þar sem góðar fyrirgjafir Gross nutu sín. Lewis Dunk fékk gott færi á 19. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Gross að marki en Henderson varði vel aftur fyrir.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Jakub Moder svo dauðafæri í kjölfar hornspyrnu en skot hans í varnarmann og rétt framhjá.

Staðan því 0:1, Brighton í vil, í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað en eftir rúman klukkutíma leik jafnaði Man Utd metin. Leikmenn Brighton misstu þá boltann á hættulegum stað, Bruno Fernandes náði honum, geystist fram með boltann, lagði hann til hliðar á Marcus Rashford sem kláraði mjög vel í fjærhornið, 1:1.

Á 71. mínútu komst Brighton í dauðafæri þegar Neal  Maupay gaf fyrir á Welbeck, Maguire togaði hann niður og kom þar með í veg fyrir að hann skoraði af örstuttu færi. Þrátt fyrir það lét Mike Dean dómari sér fátt um finnast og dæmdi ekki vítaspyrnu, og var VAR honum sammála.

Á 83. mínútu tók Man Utd svo forystuna. Fernandes gaf þá fyrir á Paul Pogba, sem náði skoti eða sendingu á Mason Greenwood sem skallaði boltann í netið af stuttu færi, 2:1.

Þar við sat og góður endurkomusigur Man Utd staðreynd.

Man Utd er áfram í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 14 stigum á eftir Manchester City og með leik til góða.

Brighton er áfram í 15. sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan fallsæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir