10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

United leggur mikla áherslu á að fá varnarmann Chelsea

Skyldulesning

Manchester United er samkvæmt fréttum að setja mikla áherslu á það að reyna að semja við Antonio Rudiger varnarmann Chelsea. Mirror og fleiri blöð segja frá.

Þessi 28 ára gamli varnarmaður frá Þýskalandi verður samningslaus í sumar og hefur ekki náð samkomulagi við Chelsea.

Fjórir mánuðir eru eftir af samningi Rudiger en hann hefur hafnað öllum tilboðum Chelsea hingað til.

Ralf Rangnick er sagður leggja áherslu á það að fá Rudiger en PSG hefur einnig áhuga.

Rudiger hefur átt frábær ár hjá Chelsea en félagið hefur ekki viljað ganga að kröfum hans.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir