United, Liverpool og Newcastle voru öll mætt að skoða fyrrum varnarmann Barcelona – DV

0
59

Þrjú stórlið á Englandi eru að berjast um það að krækja í Jean Clair Todibo sem er franskur miðvörður hjá Nice í Frakklandi.

Útsendarar frá Manchester Untied, Liverpool og Newcastle voru allir mættir á leik Nice og Rennes á dögunum að taka Todibe út.

Fabrizo Romano segir að kaupverðið verði í kringum 45 milljónir evra.

Todibo er fæddur í lok árs árið 1999 en hann kom til Nice árið 2021 frá Barcelona.

Hann hefur spilað leiki fyrir U20 ára landslið Frakkland en hefur ekki komist á blað hjá franska A-landsliðinu.

Understand Newcastle, Manchester Utd and Liverpool scouts were in attendance at Nice-Rennes game to monitor Jean Clair Todibo ✨🇫🇷 #transfers

French centre back could get top club move in the summer — with price tag understood to be around €45m. pic.twitter.com/qbwIMr4SRn

— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði