4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

United neitar að gefast upp

Skyldulesning

Ousmane Dembélé er á óskalista Manchester United.

Ousmane Dembélé er á óskalista Manchester United.

AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United ætlar að reyna að fá Ousmane Dembélé til að ganga til liðs við félagið á láni frá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í janúar en það er Sport sem greinir frá þessu.

Dembélé var sterklega orðaður við United í allt sumar en forráðamenn enska félagsins renndu hýru auga til Frakkans þegar það var orðið ljóst að Jadon Sancho myndi ekki yfirgefa Borussia Dortmund.

Dembélé var hins vegar ekki spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á Englandi og ákvað að halda kyrru fyrir á Spáni.

Sóknarmaðurinn er 23 ára gamall en hann gekk til liðs við Barcelona frá Borussia Dortmund sumarið 2017 fyrir 105 milljónir evra.

Dembélé á að baki 83 leiki fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 22 mörk og lagt upp önnur 17.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir