Manchester United og Chelsea munu í sumar fara í hart þegar kemur að því að krækja í Declan Rice miðjumann West Ham.
Ljóst er að þessi 23 ára miðjumaður mun kosta í kringum 100 milljónir punda.
United ætlar að leggja áherslu á að fá Rice en sömu sögu er að segja af Chelsea. Evrópumeistararnir frá London verða hins vegar að selja N´Golo Kante til að fá Rice.
Þannig segir Daily Mail að ekki sé pláss fyrir Kante og Rice í sama liðinu en enski miðjumaðurinn vill taka næsta skref á ferli sínum.
Miðsvæði Untied er kannski stærsti hausverkurinn fyrir nýjan þjálfara í sumar en Rice hefur átt frábært tímabil með West Ham.
Rice er algjör lykilmaður í enska landsliðinu sem verður til þess að verðmiðinn á honum er ansi hár.