2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

United þurfi ekki að bíða jafn lengi og Liverpool

Skyldulesning

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United.

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United. AFP/Paul Ellis

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United í knattspyrnu karla, segist ekki reikna með því að liðið komi til með að þurfa að bíða í 30 ár eftir enskum meistaratitli líkt og nágrannar þeirra og erkifjendur í Liverpool gerðu.

Man. United vann ensku úrvalsdeildina síðast fyrir níu árum síðan, árið 2013, og á ekki möguleika á að vinna hana í ár á meðan Manchester City og Liverpool heyja æsispennandi baráttu um titilinn í efstu tveimur sætunum.

Liverpool vann deildina síðast árið 2020 og hafði unnið hana síðast árið 1990.

„Það er þörf á enduruppbyggingu fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick á blaðamannafundi í dag.

Þrátt fyrir að liðið sé ekki upp á sitt besta um þessar mundir sagðist hann ekki telja að Man. United muni þurfa að bíða jafn lengi og Liverpool gerði eftir næsta deildartitli. „Ég býst ekki við því að það gerist því það er nokkuð augljóst hvað þarf að breytast.

Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki eldflaugavísindi. Liverpool hafnaði í áttunda sæti tímabilið sem Jürgen [Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool] kom.

Þeir fengu inn réttu leikmennina og losuðu sig við réttu leikmennina. Þess vegna eru þeir á þeim stað sem þeir eru,“ bætti hann við.

Liverpool fær Manchester United í heimsókn á Anfield í ensku úrvalsdeildinni klukkan 19 í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir