5 C
Grindavik
9. maí, 2021

Unnið að mokstri víða um land

Skyldulesning

Vetrarfærð er á landinu. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi vegna veðursins síðustu daga og verið er að kanna með flestar leiðir og vonast til að sem flestar opnist með morgninum að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Vetrarfærð er víðast hvar á Vesturlandi og þungfært er um Svínadal. Ófært er um Bröttubrekku en verið að athuga með mokstur. Holtavörðuheiðin er enn lokuð en verið að athuga með mokstur.

Fært er milli byggðarlaga á norðanverðum Vestfjörðum sem og á sunnanverðum fjörðunum. Verið er að athuga með mokstur á fjallvegum, sem víða eru ófærir vegna veðurs síðustu daga. Vegirnir um Þröskulda og Klettsháls eru ófærir en athugað verður með mokstur með morgninum. Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð en honum var lokað eftir að snjóflóð féll á veginn seint í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki.

Á Norðurlandi er víðast hvar vetrarfærð en mokstur hafinn. Vegurinn um Almenninga er ófær en búið er að opna veginn um Ólafsfjarðarmúla. Vegurinn um Víkurskarð er lokaður. Vegurinn um Möðrudalsöræfi er ófær vegna óveðurs og verið er að athuga með mokstur. Ófært er um Hófaskarð og eins Vopnafjarðarheiði.

Á Héraði er víða snjóþekja en á Austfjörðunum er hálka eða hálkublettir. Breiðdalsheiði er ófær. Vegurinn er lokaður um Fjarðarheiði vegna óveðurs. Vegurinn um Fagradal er lokaður vegna óveðurs og hið sama á við um Öxi. Það er greiðfært frá Djúpavogi að Kvískerjum. Víða töluvert hvasst.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir