Unnið allan sólarhringinn í hálfan mánuð

0
176

Fjögur færeysk skip hafa landað á Fáskrúðsfirði á vertíðinni. Í gær mættu Götunes og Þrándur í Götu. mbl.is/Albert Kemp

Nóg hefur verið um að vera hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði eins og annars staðar á loðnuvertíðinni, enda er allt gert til að veiða og vinna eins mikinn loðnuafla og hægt er, þar sem loðnan drepst eftir hrygningu.

„Við erum búin að taka á móti 18 þúsund tonnum í hrognatöku og 25 þúsund tonnum í heild,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, í samtali við Morgunblaðið.

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. Ljósmynd/Aðsend

„Það er ekki litið upp. Starfsfólkið er búið að vinna allan sólarhringinn. Þegar við klárum hráefnið sem við erum með verðum við búin að frysta stanslaust bæði nótt og dag í hálfan mánuð,“ segir hann.

Nánar er rætt við Friðrik Mar um loðnuvertíðina í Morgunblaðinu í dag.