7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Unnur og Skafti eignuðust stúlku

Skyldulesning

Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason tónlistarfólk í Hveragerði hafa eignast litla stúlku. Fæddist hún með keisaraskurði í gær, en Unnur Birna er í hópi þeirra 14 prósent kvenna í heiminum sem haldnar eru miklum fæðingarótta. Hún sagði sína sögu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.

„Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ sagði Unnur Birna þar meðal annars. Hún sagði frá því að ólétta væri mesta hræðsla lífs síns.

„Við litla Zen erum bara hér og pabbinn trítar okkur einsog prinsessu,“ skrifaði Unnur Birna við mynd sem hún birti af þeim mæðgum á Instagram. Ef marka má samfélagsmiðla hafa þau það virkilega gott og hefur Unnur Birna meðal annars skipt um skoðun varðandi brjóstagjöf og sýndi frá dásamlegri gjafastund.

„Ok breytt skoðun: Þetta barn má gera allt. Þar á meðal sjúga á mér brjóstin,“ skrifaði Unnur Birna í Instastory.

Unnur Birna hafði átt von á því að liggja undir sófa í hræðslukasti alla meðgönguna en náði að takast vel á við óttann. Hún er þakklát heilbrigðiskerfinu fyrir að sýna skilning og leyfa henni að ákveða snemma í ferlinu að fara í keisara, til að þurfa ekki að kvíða enn meira fæðingunni sjálfri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir