Uppáhaldsbarn einræðisherrans klæðist merkjavöru og fær titla – Munaðarleysingjahæli í landinu að fyllast vegna matarskorts – DV

0
168

Dóttir einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-Un, mætti með föður sínum til að fylgjast með geimflaug skotið á loft í síðustu viku. 

Dóttirin, Kim Jue Ae, var klædd í jakka frá Christian Dior tískuhúsinu og mun kosta hvorki meira né minna en 230 þúsund krónur íslenskar.

Um er að ræða vatnsheldan, dúnfylltan jakka með flauelshettu úr barnalínu tískuhússins.

Kim var ánægður með að láta mynda sig með dóttur sinni. Hin braggaralegasta í merkjavöru

Myndirnar mun eflaust ekki verða til þess að auka á vinsældir eftirlætisbarns einræðisherrans. Ekki aðeins er hún klædd rándýrri merkjavöru heldur má sjá á þeim myndum birst hafa opinberlega að hin níu ára Kim Jue Ae er hin braggaralegasta en gríðarlegur fæðuskortur er í landinu.

Er búist við að ástandið eigi enn eftir að versna og sé órói meðal landsmanna sífellt að aukast. Myndir sem þessar hjálpa því vægast sagt ekki. 

Sjá einnig: Íbúum Norður-Kóreu meinilla við 9 ára eftirlætis dóttur einræðisherrans sem gæti orðið eftirmaður hans

Jakkinn góðir Talið er nokkuð víst að einræðisherrann eigi þrjú börn með eiginkonu sinni, Ri Sol ju, fædd 2010, 2013 og 2017. Ri Sol ju vakti mikla athygli fyrir að skarta hátískufatnaði frá frönskum fatahönnuðum þegar hún hóf að koma fram opinberlega með eiginmanni sínum enda hafði slíkur klæðaburður aldrei þekkst í Norður-Kóreu. 

Frúin kemur æ sjaldnar fram opinberlega en miðbarnið Kim Jue Ae æ oftar. Hún er sögð vera eftirlæti föður sins og hefur greinilega erft tískuáhuga móður sinnar. 

Hún sást fyrst opinberlega í nóvember á síðasta ári, einnig við eldflaugarskot, en er þetta hvorki meira né minna en í fyrsta skipti sem Kim Jong un kemur fram opinberlega með dóttur sinni.

Hin tvö börnin hafa aldrei sést. 

Hjarfólgin, göfuglynd og ástkær

Það hafa verið settar fram kenningar um að einræðisherrann sé að undirbúa dóttur sína við að taka við valdataumunum síðar meir og þær raddir urðu háværari eftir að farið var að kalla Kim Jue Ae ,,ástkæra dóttur” í ríkismiðlum Norður-Kóreu og henni lýst sem hjartfólginni og göfuglyndri.

Yrði hún þá Kim númer fjögur í ættarröðinni til að halda um valdataumana. 

Hefur Kim komið fram fimm sinnum opinberlega með dóttur sinni á fjórum mánðuðum. Nýlega var aukið í og farið að kalla stúlkuna ,,hina virtu dóttur” en í Norður-Kóreu er hugtakið aðeins notað um einræðisherra Kim ættarinnar og maka þeirra. 

Hún hefur aftur á móti aldrei verið nefnd opinberlega á nafn í Norður-Kóreu og hafa landsmenn því ekki hugmynd um hvað stúlkan heitir. 

Ástæðan fyrir því að nafnið er vitað á Vesturlöndum er að hinn sérvitri fyrrum körfuknattleiksmaður, Dennis Rodman, missti það út úr sér eftir að hafa farið í heimsókn til einræðisherrans. Kim Jong-un er nefnilega gríðarlegur áhugamaður um körfubolta og hefur fremur sérstök vinátta myndast þeirra í milli. 

Aftur á móti hefur aldrei gerst að kona hafi gegn æðsta embætti í kommúnistaríki. 

Móðirin þykir einnig afar smart í tauinu. Mun aldrei gerast

En það eru ekki allir jafn vissir. 

Thae Yong-ho er þingmaður í Suður-Kóreu, reyndar eini þingmaður landsins sem fæddur er norðan landamæranna. Hann var áður háttsettur embættismaður í Norður-Kóreu en flúði. 

Segir hann að Kim Jue Ae muni aldrei halda um valdataumana og komi það kynferði hennar ekkert við heldur sé valdatími ættarinnar að renna sitt lokaskeið. 

Thae Yong-ho segir að Kim Jong un sé að missa tökin á stjórn landsins. Ástæðuna segir hann óstöðugleikann sem Kim Jong un hafi skapað, meðal annars með kjarnorkuáætlun landsins, harðari refsingum og fleiri boðum og bönnum.

Svo virðist, á stundum í það minnsta, að hann sé ekki í jafnvægi og séu jafnvel hans nánustu samstarfsmenn hættir að treysta honum. Það hjálpar ekki að einræðisherrann hefur reglulega ,,hreinsað” til og látið taka fjölda háttsettra embættismanna af lífi. 

Segir Thae Yong-ho líklegast að Kim Jong-un viti að hann sé ekki öruggur í sessi og með því að láta mynda sig með dóttur sinni sé hann að senda þau skilaboð að Kim ættin sé langt því frá á förum. 

Munaðarleysingjahæli yfirfull

Mikill matarskortur er í landinu og er átt von á því að ástandið muni enn versna. Nýlega var greint frá því að alls vantaði um 1 milljón tonna af hrísgrjónum í Norður Kóreu á þessu ári til að þess að uppfylla fæðuþörf landsmanna.

Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að munaðarleysingjaheimili í Norður-Kóreu séu yfirfull þar sem örvæntingarfullir foreldrar skilji eftir börn sín í þeirri von um að ríkið geti fætt þau ellegar deyi þau úr hungri. 

Viðskiptabann á Norður-Kóreu á að tryggja að lúxusvörur á við Dior fatnað rati ekki inn í landið en þrátt fyrir ástandið mun Kim Jong-un hafa hersveit traustra flokksmanna sem hafa þann eina starfa að ferðast til annarra landa að sækja lúxusvarning fyrir einvaldinn og fjölskyldu hans.