7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Upplýsandi fundur um eineltismálið

Skyldulesning

Eineltið átti sér stað í Garðaskóla.

Eineltið átti sér stað í Garðaskóla.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hafði kallað eftir þessum fundi og ég held að það hafi verið nauðsynlegt. Hann var mjög upplýsandi þar sem farið var yfir stöðu málsins,“ segir Sara Dögg Svan­hild­ar­dótt­ir, odd­viti Garðabæj­arlist­ans, um eineltismál í Garðaskóla sem tekið var fyrir í skólanefnd Garðabæjar í dag. 

Málið hafði aldrei komið inn á borð skólanefndar, en langt er síðan það kom fyrst upp. Nefndin er lögum samkvæmt eftirlitsaðili með skólastarfi í bænum. Málið snýr að stúlku sem áður stundaði nám við Garðaskóla en varð þar fyrir einelti. Hún er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagslífi. 

Mikilvægt að halda fundinn

Viðbrögð Garðaskóla hafa verið gagnrýnd harðlega en fagráð einelt­is­mála og mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið hafa gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir. Sara Dögg segir að gríðarlega mikilvægt hafi verið að halda fundinn í nefndinni. 

„Mér fannst í raun eftir fundinn það hafa verið enn mikilvægara að halda hann. Þarna var upplýst hver staða málsins var. Ég geri ráð fyrir að í framhaldinu munum við skýra ferla um hvenær mál sem þessi eiga erindi inn í skólanefnd.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir