2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Uppsögn ófrískrar konu dæmd ólögmæt

Skyldulesning

Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag uppsögn ófrískrar konu ólögmæta en henni var sagt upp störfum á reynslutíma.

Konan var ráðin sem deildarstjóri í leikskóla og hóf störf 1. nóvember 2019 og var sagt upp störfum rúmum tveimur vikum síðar. Hún hafði verið búin að skrifa undir ráðningarsamning og tilkynna um að hún væri barnshafandi.

Í uppsagnarbréfinu kom fram að henni væri sagt upp störfum á reynslutíma með eins mánaða fyrirvara og ekki var óskað eftir að hún myndi starfa á uppsagnartímanum.

Miskabótakröfu hafnað

Í rökstuðningi leikskólans kom fram að konan hafi virkað áhugalaus, óörugg og ítrekað tilkynnt fjarvistir á þeim stutta tíma sem hún hafi verið við störf.

Dómurinn taldi þær skýringar sem gefnar voru um að ekki hafi myndast nægjanlegt traust og að konan hafi virkað áhugalaus og óörugg ekki gildar ástæður fyrir uppsögn. Jafnframt bæri að miða við þriggja mánaða uppsagnarfrest auk greiðslna frá uppsögn og fram að fæðingu barnsins.

Konunni voru dæmdar skaðabætur en miskabótakröfu hennar var hafnað því ekki var talið að uppsögnin hefði falið í sér ólögmæta meingerð.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir