5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Upptök eldgossins séu á afar hagstæðum stað

Skyldulesning

Gosið séð frá Mávahrauni kl. 22 í kvöld.

Gosið séð frá Mávahrauni kl. 22 í kvöld.

Ljósmynd/Sólný Pálsdóttir

„Sjálfsagt eru einhverjir áhyggjufullir en miðað við þær upplýsingar sem ég fæ þá er ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur,“ segir Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is um eldgosið sem hafið er við Fagradalsfjall.

Fannar var að á leiðinni til Grindavíkur þegar mbl.is náði tali af honum en hann brá sér austur fyrir fjall vegna þess að lítið benti til þess að eldgos myndi hefjast í dag.

Fer beinustu leið í björgunarsveitahúsið

Hann segir ekki ástæðu til að grípa til rýmingar eða sérstakra aðgerða eins og sakir standa.

„Það lítur út fyrir að upptökin séu á afar hagstæðum stað með tilliti til Grindavíkur og annarra þéttbýlisstaða. Aðgerða- og viðbragðsstjórnir hafa verið virkjaðar og þannig er staðan núna,“ bætir hann við.

Fannar fer beinustu leið í björgunarsveitahúsið í Grindavík þegar hann lendir í bænum og verður þar með viðbragðsaðilum að fylgjast með framvindu mála.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir