8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

„Uppvakningur Angelinu Jolie“ dæmd í tíu ára fangelsi

Skyldulesning

Íranska samfélagsmiðlastjarnan Sahar Tabar, betur þekkt sem „uppvakningur Angelinu Jolie“ hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir athæfi sín á Instagram.

Sahar Tabar, heitir réttu nafni Fatemeh Kishwand og er nítján ára gömul. Guardian greinir frá.

Fatemeh notaði farða og myndvinnsluforrit til að breyta andliti sínu fyrir samfélagsmiðla. Hún var með tæplega hálfa milljón fylgjenda á Instagram þar sem hún deildi myndum af óhugnalegu andliti sínu.

Það er komið ár síðan hún var fyrst handtekin fyrir hegðun sína á Instagram. Í apríl var greint frá því að hún væri smituð af Covid-19 og sagði lögfræðingur hennar að hún væri að berjast fyrir lífi sínu og bað stjórnvöld um að sleppa henni.

Lögfræðingur hennar hefur nú staðfest að Fatemeh hafi verið dæmd til tíu ára fangelsisvistar. Hún var kærð fyrir að spilla ungu fólki, hvetja til ofbeldis og guðlast.

I call on Angelina Jolie to help an Iranian 19-year-old girl who received 10 years prison sentence for using makeup & Photoshop to turn herself into Angelina.


Islamic Republic has a history of tormenting women. We need to be united against this gender apartheid pic.twitter.com/Z5Y8yMsY76

— Masih Alinejad 🏳️ (@AlinejadMasih) December 11, 2020

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íranska ríkistjórnin handtekur áhrifavalda fyrir að brjóta gegn ströngum lögum þeirra. Árið 2018 var unglingsstúlka, Maedeh Hojabri, handtekin fyrir að deila myndbandi af sér dansa án höfuðklæða (e. hijab), en það er skylda að klæðast þeim í Íran.

Innlendar Fréttir