utandeildalidid-for-afram-og-maetir-everton

Utandeildaliðið fór áfram og mætir Everton

Leikmenn Boreham Wood fagna vel og innilega í kvöld.

Leikmenn Boreham Wood fagna vel og innilega í kvöld. AFP

Boreham Wood, sem leikur í E-deild Englands eða efstu utandeildinni, er komið áfram í 16-liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir 1:0-útisigur á Bournemouth úr B-deildinni í kvöld.

Mark Ricketts skoraði sigurmarkið á 38. mínútu og tókst Bournemouth ekki að svara, þrátt fyrir að vera mun sterkari aðilinn allan leikinn.

Boreham Wood mætir Everton á útivelli í 16-liða úrslitunum en Everton vann öruggan 4:1-sigur á Brentford í gær.

Boreham Wood, sem er frá samnefndum bæ rétt utan við London, er í fimmta sæti E-deildarinnar og hefur aðeins tapað tveimur af 23 leikjum sínum á tímabilinu. Liðið sló út C-deildarliðið Wimbledon í síðustu umferð.


Posted

in

,

by

Tags: