-2 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Útboðskerfið virkar vel.

Skyldulesning

Auðvitað á sama að gilda hér og um framkvæmdir á vegum hins opinbera sem boðnar eru út. Umsækjendur væru þá metnir annað hvort hæfir eða ekki hæfir. Þeir sem hæfir eru senda þá inn tilboð um hve mikið þeir vilja taka fyrir að sinna starfinu og hinir lægstbjóðendu hreppa þá hnossið. Þetta ætti reyndar að taka upp með alla embættismenn eins og td. ríkisforstjóra, ráðuneytisstjóra sem og millistjórnendur hjá hinu opinbera, þmt. stjórnendur Ríkiskaupa. Eins og þetta er í dag virðast ofurlaun í þessum störfum vera slík að heilu hjarðirnar sækja um hvert einasta starf sem auglýst er. Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur að spilling yrði eitthvað meiri en með núverandi fyrirkomulagi þar sem hún grasserar sem aldrei fyrr, vinir og vandamenn, fyrrum skólfélagar og ?kannski hjásvæfur? ráðnar fram yfir þá sem hæfari eru.


Fyrri fréttLaumufarþegarnir.
Næsta fréttAlþingi brást.

Innlendar Fréttir