6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Útgáfa læknisvottorða verði endurskoðuð

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Heimilislæknar vilja láta endurskoða útgáfu læknisvottorða.

Heimilislæknar vilja láta endurskoða útgáfu læknisvottorða.

mbl.is/Golli

Heimilislæknar skora á heilbrigðisráðherra að láta endurskoða tafarlaust fyrirkomulag útgáfu læknisvottorða hér á landi.

„Útgáfa vottorða er orðin íþyngjandi í starfi heimilislækna og tekur dýrmætan tíma frá nauðsynlegri læknisþjónustu við skjólstæðinga,“ segir í ályktun sem aðalfundur Félags íslenskra heimilislækna samþykkti, en þetta kemur fram á vefsíðu Læknafélags Íslands

Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir ekki sjálfsagt að læknar sem starfa undir almannatryggingakerfinu sinni vottorðaskrifum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem óska þess. Læknum sé ætlað að rita vottorð sem jafnvel sé óskað eftir vegna formgalla í kerfum stofnanna.

„Nefna má þegar háskólinn þurfti að fresta prófi um jól vegna veður og óskar hann samt eftir því að nemendur sæki sér vottorð til að komast í sjúkrapróf.“ segir Salóme. Hún nefnir einnig tíma sem fari í vottorðagerð fyrir tryggingafélög. „Tryggingafélög eru stór fyrirtæki og ættu að hafa lækna á sínum snærum í gerð þessara vottorða.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir