6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Úthluta 111.469 tonnum í norsk-íslenskri síld

Skyldulesning

Fjórar útgerðir eru samanlagt með 63,7% aflahlutdeild í norsk-íslenskri síld.

mbl.is/Friðþjófur Helgason

Fiskistofa hefur úthlutað 111.469 tonna veiðiheimildum í norsk-íslenskri síld á grundvelli aflahlutdeilda og eru ellefu útgerðir handhafar slíkra aflaheimilda, en fjórar útgerðir eru samanlagt með 63,7% aflahlutdeild í tegundinni.

Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu fær Ísfélag Vestmannaeyja úthlutað mest eða því sem nemur 22.464 tonnum sem er 20,2% af aflamarkinu. Síldarvinnslan fær 21.198 tonn eða 19%, Brim fær 15.722 eða 14,1% og Samherji 11.617 tonn eða 10,4%.

Skinney-Þinganes er með fimmtu stærstu hlutdeildina og nemur hún 9% eða 10.000 tonnum. Á eftir fylgir Eskja með 9.556 tonn eða 8,6%, svo Vinnslustöðin með 7.598 tonn eða 6,8%, Huginn með 5.182 tonn eða 4,6%, Gjögur 5.005 tonn eða 4,5% og er það útgerðin Runólfur Hallfreðsson sem er með tíundu stærstu hlutdeildina 2,4% eða 2.623 tonn.

Loðnuvinnslan rekur lestina með 504 tonn og 0,5% hlut.

Innlendar Fréttir