0.8 C
Reykjavik
Mánudagur 27 mars 2023

Útlit fyrir að kvóti náist

Related stories

spot_img

Loðnu landað á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Flest bendir til að loðnuvertíðin haldi áfram fram yfir helgi og hefur veiði verið með ólíkindum.

„Veðrið hefur leikið við okkur á vertíðinni og spáin er góð fyrir þá sem stunda loðnuveiðar og -vinnslu. Veiðarnar í mars hafa gengið betur en elstu menn muna og talsvert að sjá af loðnu,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja.

Veðurskilyrði hafa þá verið einstaklega góð að undanförnu. Flestar útgerðir binda vonir við að vera búnar að ná öllum þeim afla sem þær hafa heimild fyrir í næstu viku, en veður- og sjólagsspá gerir ráð fyrir mjög hagfelldum veðurskilyrðum á miðunum næstu daga. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nýjast

spot_img