10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

„Útskiptanleg rafhlaða“ nokkurra ára gömul tækni, sem er að útrýma öllu öðru.

Skyldulesning

Þegar sagt var frá tælensku rafknúnu léttbifhjólunum Gogoro hér á síðunni fyrir rúmum sex árum var þessi verksmiðja heilli byltingu á undan keppinautunum í öðrum löndum. Yamaha EMF

Örskömmu síðar voru skiptikassarnir, sem sjást á bak við Yamaha EMF hjólið, orðnir 757 á höfuðborgarsvæði höfuðborgarinnar Tæpei. 

Með snjallsímakerfi geta notendur þessara hjóla séð á augabragði hvernig hleðslustaðan er á þeim fjörtíu rafhlöðum, sem eru í hleðslu í skiptikössunum og rennt upp að kassanum.  

Búið er að tímamæla hve langan tíma það tekur að skipta út tómum hlöðum á hjólinu og setja hlaðnar í í staðinn: Innan við tíu sekúndur. 

Engin bensínstöð á möguleika að komast svo neitt nálægt svo stuttum orkugjafaskiptum. Léttfeti við Gullfoss

Tævanir hafa verið á undan öllum öðrum í þessari byltingu og Yamaha leitaði því til Gogoro um kaup á tæknilegri aðstoð. 

Í ársútgáfum þýska vélhjólablaðsins Motorrad og fleiri slíkum víða um lönd má sjá, að hin nýja tækni hefur sópað inn tugum nýrra hjóla með þessari tækni, og hafa kínversku hjólin Niu haft þar forystu, sem þó er sífellt meira ógnað, slíkar eru þessar framfarir. DSC09974

Gömlu rafknúnu hjólin eru að hverfa, og rafhjólinu Vespa Electrica er til dæmis fundið það til foráttu, að það sé úrelt að þessu leyti.

Super Soco, sem selt hefur nokkur hjól hér á landi, er nú byrjað að framleiða Super Soco CPX sem er líklegur arftaki Super Soco CUx og kemur hugsanlega í staðinn fyrir það. 

CUx hefur verið kallað hér á síðunni „besta landfarartækið“, enda býður það fyrir 300 þús króna kaupverð upp á allt að 56 km/klst hámarkshraða og 130 kílómetra drægni, með möguleika á allt að 60 lítra farangursrými og skjól fyrir regni og vindi. 

CPX er stærra, hraðskreiðara og langdrægara, en verðið er líka hærra á því og öðrum öflugum hjólum sem koma nú hvert af öðru fram á sjónarsviðið og hafa 90 km/klst hámarkshraða og bæði miklu kraftmeiri rafhreyfla og stærri rafhlöður. 

SEAT með Volkswagen sem bakhjarl er meira að segja að blanda sér í slaginn með stórgóðu rafhjóli, SEAT Mo Escooter 125. . 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir