-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Útskrifaður af sjúkrahúsi í næstu viku eftir höfuðkúpubrot

Skyldulesning

Raul Jimenez, framherji Wolves, verður að öllum líkindum útskrifaður af sjúkrahúsi í byrjun næstu viku eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik Arsenal og Wolves í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Jimenez og David Luiz, leikmaður Arsenal, skullu saman með fyrrgreindum afleiðingum. Jimenez var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús í kjölfarið. Hann gekkst undir vel heppnaða aðgerð um daginn.

„Endurhæfing Jimenez gengur vel. Við erum ánægðir með stöðuna á honum hann hefur strax tekið góðum framförum,“ sagði Matt Perry, læknir Wolves.

Viðbúið sé að það muni taka langan tíma fyrir Jimenez að ná fullum bata.

„Öll svona meiðsli eru flókin og tímalínur varðandi endurkomu á knattspyrnuvöllinn eru óskýrar. Það er þó ljóst að það sem Raul þarfnast núna era svigrúm, hvíld og friður,“ sagði Matt Perry, læknir Wolves.

🙏 pic.twitter.com/CPQDuq7B9E

— Raúl Jiménez (@Raul_Jimenez9) November 30, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir