Vaknaði við vondan draum á hóteli og æpti þegar hann sá hvað næturvörðurinn var að gera við hann – DV

0
166

Gestur á hótelinu 4th Avenue South Hilton í Tennessee í Bandaríkjunum vaknaði við vondan draum í mars og komst að því að næturvörður hótelsins var að sjúga á honum tærnar.

Næturvörðurinn, hinn 52 ára David Neal hefur nú verið kærður fyrir húsbrot og líkamsárás.

David hefur borið því við að hann hafi farið inn í herbergið því hann hafi fundið lykt af reyk. Mun hann þó ekki hafa útskýrt hvernig tærnar á hótelgestinum, Peter Brennan, komust upp í hann.

Brennan segir að hann hafi verið á ráðstefnu og því gist á hótelinu, en hann kemur frá Texas. Hann hafi svo vaknað við það að næturvörðurinn var að sjúga á honum tærnar.

„Ég stökk strax upp öskrandi. Fór í einhvers konar yfirheyrslu ástand. Hver ertu? Hvers vegna ertu í herberginu mínu? Hvað ertu að gera hér?

Ég gat séð að hann var í búning, hann var með nafnspjaldið sitt. Hann var að ræða við mig en gaf mér engin almennileg svör.“

Peter segir að hann eigi nú erfitt með að sofa og glími við einskonar áfallastreitu einkenni. Hann sé að vinna úr reynslunni með aðstoð sálfræðings.

„Mér finnst ég enn ekki öruggur inn á mínu eigin heimili“