2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Vaktin: „Fyllið þögnina með tónlist“ segir Selenskí

Skyldulesning

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, „birtist“ á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þegar myndskeið frá forsetanum var spilað í miðri athöfn. Sagði hann tónlistarmenn í Úkraínu nú klæðast skotheldum vestum í stað kjólfata og hvatti viðstadda til að „fylla þögnina með tónlist“ og dreifa sannleikanum um stríðið á samfélagsmiðlum.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar:

  • Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands.
  • Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær.
  • Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi.
  • Rússar saka Úkraínumenn um að hafa staðið að morðunum til að eyðileggja friðarviðræðurnar.
  • Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær.
  • Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól.
  • Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins.
  • Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi.

Hér má finna vakt gærdagsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir