7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Valdabarátta í herbúðum Man United – Menn deila um fyrirliðabandið

Skyldulesning

Valdabarátta er í herbúðum Manchester United um hver eigi að vera fyrirliði liðsins. Þetta skrifar íþróttablaðamaðurinn David McDonnell í The Mirror í dag.

Harry Maguire er með fyrirliðabandið eins og stendur en Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri United, og Cristiano Ronaldo hafa rætt við Maguire um að láta það af hendi til að létta pressunni á enska landsliðsmanninum sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu.

Samkvæmt fréttinni hefur Rangnick beðið Ronaldo um að leiðbeina yngri leikmönnum liðsins en Maguire finnst Portúgalinn vera að grafa undan áhrifum sínum í búningsklefanum og óttast um að missa fyrirliðabandið til frambúðar.

Ronaldo bað leikmenn United fyrst um að styðja við bakið á Harry, en vandamálið er að þjálfarinn vill nú að Ronaldo taki alla yngri leikmenn liðsins undir verndarvæng sinn,“ sagði heimildamaður frá United.

Harry veit ekki hvert hann á að snúa sér þar sem hann er fyrirliði og þarf að fylgja skipunum Ronaldo í einu og öllu svo að allt sé á góðum nótum.“

Ole Gunnar Solskjaer keypti Harry Maguire til Man United frá Leicester á 80 milljónir punda árið 2019 og afhenti honum fyrirliðabandið fyrir tveimur árum síðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir