Valinn vitleysingur vikunnar fyrir gjörðir sínar á dögunum – „Eitt það ruglaðasta sem ég hef séð“ – DV

0
151

Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.

„Vitleysingur vikunnar“ er nýr liður í Íþróttavikunni. Í þetta sinn var Taulant Xhaka, bróðir Granit Xhaka hjá Arsenal, valinn.

Hann skallaði andstæðing á dögunum í leik með Basel.

Ladies and gentlemen, I present to you Granit Xhaka’s brother, Taulant Xhaka in all his glory!!!

Hot blood runs in the family 😭😭😭 pic.twitter.com/T0kFEmklyf

— Big Mo (@SirBigMo) May 9, 2023

„Þetta er eitt það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Hrafnkell um málið.

„Ég hef alltaf gaman að því þegar menn eru svona lengi reiðir,“ sagði Vilhjálmur léttur um málið.

Helgi sló botninn í umræðuna. „Þetta var Zidane skalli fátæka mannsins.“

Umræðan í heild er hér að neðan.