1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Valur úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa klikkaði á þremur vítaspyrnum

Skyldulesning

Valur er úr leik eftir að hafa klikkað á þremur vítaspyrnum gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni á Hlíðarenda í dag. Um var að ræða leik í Meistaradeild Evrópu.

Mist Edvarsdóttir jafnaði fyrir Val eftir tæpar 80 mínútna leik eftir að Glasgow hafði komist yfir í síðari hálfleik.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir klikkuðu á fyrstu tveimur spyrnum Val en Sandra Sigurðardóttir var öflug í marki Vals og varði tvær.

Arna Eiríksdóttir klikkaði svo í bráðabana og Valur er úr leik.

Vítaspyrnukeppnin


Glasgow komst í 0-1


Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir klikkaði


Glasgow klikkaði


Hallbera Guðný Gísladóttir klikkaði


Glasgow klikkaði


Elín Metta Jensen jafnaði í 1-1


Glasgow komst í 1-2


Hlín Eiríksdóttir jafnaði í 2-2


Glasgow komst í 2-3


Ásdís Karen Halldórsdóttir jafnaði í 3-3


Glasgow komst í 3-4


Arna Eiríksdóttir klikkaði og Valur tapaði.

Innlendar Fréttir