0 C
Grindavik
19. janúar, 2021

Van Dijk birtir myndband sem kveikir von – „Skref fyrir skref“

Skyldulesning

Allt bendir til þess að Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool sé á góðum batavegi og góðar líkur eru taldar á að hann geti spilað aftur á þessu tímabili.

Van Dijk sleit krossband í október og í fyrstu var talið að hann myndi ekki spila meira á þessari leiktíð.

Endurhæfing hans hefur hins vegar gengið vonum framar og nú gæti þessi hollenski varnarmaður spilað aftur á tímabilinu.

Van Dijk er byrjaður að æfa með sjúkraþjálfara og birt myndband af sér í gær, hann er einnig byrjaður að sparka í bolta sem er sagt jákvætt skref.

Myndband af endurhæfingu Van Dijk má sjá hér að neðan.

Step by step.. pic.twitter.com/kkFluSl3ZW

— Virgil van Dijk (@VirgilvDijk) December 21, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir