5 C
Grindavik
8. mars, 2021

Van Gerwen örugglega áfram úr fyrstu umferð

Skyldulesning

Sport


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mættur til leiks
Mættur til leiks
vísir/Getty

Afar skemmtilegur dagur að baki í Alexandra Palace þar sem hinn litríki Michael Van Gerwen mætti til leiks á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Van Gerwen mætti hinum skoska Ryan Murray í lokaleik dagsins og hafði Hollendingurinn nokkuð öruggan sigur þó Murray hafi átt góða spretti.

Lét hann Gerwen hafa vel fyrir hlutunum en Gerwen vann að lokum 3-1.

Skemmtilegasta viðureign dagsins var líklega á milli Ástralans Damon Heta og Bandaríkjamannsins Danny Baggish.

Hafði hinn síðarnefndi betur eftir algjörlega magnaðan leik sem fór alla leið í fimm sett eftir að Heta hafði klúðrað góðu tækifæri til að gera út um leikinn.

!

Wall-to-wall drama at The Palace!

Damon Heta misses SIX match darts to complete an epic comeback, allowing America’s Danny Baggish to claim a huge win. pic.twitter.com/LXlPaBSy3s

— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2020

Öll úrslit dagsins

Andy Hamilton 1-3 Nico Kurz

Andy Boulton 3-1 Deta Hedman

Damon Heta 2-3 Danny Baggish 

Michael van Gerwen 3-1 Ryan Murray

Steve Lennon 3-1 Daniel Larsson

Scott Waites 3-2 Matt Campbell

Kim Huybrechts 3-0 Di Zhuang

Mervyn King 3-1 Max Hopp


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir


Þrefaldi heimsmeistarinn, efsti maður heimslistans og stærsta stjarna pílukastsins, Michael van Gerwen, mætir til leiks á HM í dag.


Þrefaldi heimsmeistarinn, efsti maður heimslistans og stærsta stjarna pílukastsins, Michael van Gerwen, mætir til leiks á HM í dag.


Saga dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti er Paul Lim. Hinn 66 ára gamli Lim kemur frá Singapúr og gerði sér lítið fyrir og fleygði Luke Humphries úr keppni.


Heimsmeistarinn Peter „Snakebite“ Wright mætti til leiks klæddur eins og Trölli (e. Grinch) á fyrsta degi heimsmeistaramótsins í pílukasti.
Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir