6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Vand­ræða­laust hjá Noregi og Danir í undan­úr­slitin á heima­velli

Skyldulesning

Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, eru enn taplausar á EM í handbolta sem fer fram í Danmörku. Norðmenn hafa unnið alla sjö leiki sína á mótinu til þessa.

Í kvöld voru það Ungverjar sem urðu fyrir norsku hraðlestinni. Þær norsku voru komnar í undanúrslit fyrir leikinn en gáfu ekkert eftir. Þær leiddu 17-9 í hálfleik og unnu að lokum með ellefu marka mun, 32-21.

Nora Mörk heldur uppteknum hætti í norska liðinu en hún var markahæst með sjö mörk úr átta skotum. Næstar komu þær Stine Skogrand og Camille Herrem með fimm mörk.

Danir tryggðu sér svo síðasta lausa sætið í undanúrslitunum er þær höfðu betur gegn Rússlandi, 30-23, í úrslitaleik um síðasta sætið í undanúrslitunum. Staðan var 13-9, Dönum í vil í hálfleik.

Mie Højlund var markahæst í danska liðinu með sjö mörk en markvörðurinn Sandra Toft var maður leiksins. Hún varði tæplega helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Algjörlega mögnuð.

Ingen medaljer siden 2013.

Ingen af guld siden 2004.

Men efter 5 sejre i 6 kampe ved EM er de danske håndboldkvinder i sin første semifinale i fire år.

Møder Norge, klodens allerbedste landshold, på fredag. Det havde da været fedt med 12.000 tilskuere i Herning…. #hndbld

— Kenneth Thygesen (@KennethThygesen) December 15, 2020

Danir mæta Norðmönnum í undanúrslitunum á föstudaginn en í hinni viðureigninni eigast við Frakkland og Króatía.

Innlendar Fréttir