-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Vandræði Barcelona halda áfram – töpuðu fyrir Cádiz

Skyldulesning

Cádiz tók á móti stórliði Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-1 óvæntum sigri Cádiz og vandræði Barcelona í deildinni virðast engan endi ætla að taka.

Álvaro Giménez kom Cádiz yfir með marki á 8. mínútu.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 57. mínútu, þá varð Alcalá, leikmaður Cádiz, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því orðin 1-1.

Á 63. mínútu skoraði Álvaro Negredo fyrir Cádiz og kom þeim yfir í leiknum. Þetta reyndist sigurmark leiksins.

Vandræði Barcelona halda því áfram. Liðið hefur nú þegar tapað fjórum leikjum í deildinni og situr í 7. sæti með 14 stig. Cádiz er í 5. sæti með 18 stig.

Cádiz 2 – 1 Barcelona 


1-0 Álvaro Giménez (‘8)


1-1 Alcalá (’57, sjálfsmark)


2-1 Álvaro Negredo (’63)

Innlendar Fréttir