Innlent | mbl | 12.4.2022 | 23:24
Einn heppinn miðaeigandi vann 40 milljónir króna í Happdrætti Háskólans í kvöld.
Potturinn í Milljónaveltunni var fjórfaldur og komu því 40 skattfrjálsar milljónir í hlut hins heppna miðaeiganda.
Tveir aðrir miðaeigendur fengu fyrsta vinning í Aðalútdrætti og fær hvor um sig 5 milljónir króna hvor. Fjöldi annarra miðaeigenda hefur einnig ástæðu til að gleðjast og má þá helst nefna þá fimm sem fengu eina milljón króna hver og þrettán sem fengu hálfa milljón króna hver.
Í heildina skiptu vinningshafar í apríl með sér rúmum 176 milljónum.