8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Var erfitt í fyrsta sinn og er erfitt aftur núna

Skyldulesning

Hér má sjá Ölduselsskóla. 34 nemendur eru nú í sóttkví …

Hér má sjá Ölduselsskóla. 34 nemendur eru nú í sóttkví vegna smits sem kom upp þar.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

34 nemendur í fyrsta og öðrum bekk Ölduselsskóla og átta starfsmenn eru komnir í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem greindist hjá starfsmanni skólans í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem smit kemur upp innan skólans en 30 starfsmenn og nemendur greindust smitaðir þar í októbermánuði. 

Elínrós Benediktsdóttir, skólastjóri Ölduselsskóla, segir aðspurð að það sé erfitt að smit hafi greinst aftur innan skólans. 

„Þetta var erfitt í fyrsta sinn og er erfitt aftur núna. Sérstaklega vegna þess að þetta varðar heilsu fólks. Þetta er stór vinnustaður með hátt í 520 nemendur og 80 starfsmenn þannig að okkur er bara umhugað um alla,“ segir Elínrós í samtali við mbl.is. 

Vísir greindi fyrst frá smitinu og fjölda þeirra sem þurfa að fara í sóttkví. 

Elínrós segist vona að smitið sé ekki útbreitt. 

„Við erum vel hólfuð og gætum náttúrlega ýtrustu varkárni svo við vonum að þetta sé ekki dreifðara, en við getum aldrei verið viss þar sem þetta er náttúrlega smitandi veira.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir