Var mjög vonsvikinn þegar hann fékk ekki fyrirliðabandið – ,,Ef hann segir eitthvað þá mun ég hlusta“ – DV

0
117

Kylian Mbappe er nýr fyrirliði Frakklands en það var ákvörðun landsliðsþjálfarans Didier Deschamps.

Deschamps ákvað að velja Mbappe sem nýjan fyrirliða eftir að Hugo Lloris lagði landsliðsskóna á hilluna.

Mikið hefur verið rætt um málið en Griezmann er varafyrirliði en var víst brjálaður þegar hann heyrði af því að bandið væri ekki hans.

,,Ég ræddi við Antoine og hann var mjög vonsvikinn og það skiljanlega. Ég sagði að ég hefði brugðist við á sama hátt,“ sagði Mbappe.

,,Hann er kannski mikilvægasti leikmaður í stjóratíð Deschamps. Hann er með reynsluna. Ef hann hefur eitthvað að segja þá mun ég hlusta.“

,,Þú mátt ekki loka dyrunum á neinn, allir eiga að geta tjáð sig.“