0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Var sparkað í burtu fyrir að vera of feitur sem krakki – Hefur ekki neinn áhuga á að snúa aftur

Skyldulesning

Harry Kane einn ástsælasti sonur Tottenham ólst upp sem stuðningsmaður Arsenal og var hjá félaginu til ellefu ára aldurs þegar hann var látinn fara. Þjálfarar í unglingaliðum Arsenal töldu að Kane myndi ekki slá í gegn og töldu hann vera of feitan. Of þykkur og ekki mikill íþróttamaður voru orðin sem notuð voru þegar Kane var sagt að fara frá Arsenal ungur að árum.

Hann gekk yfir lækinn og náði að heilla forráðamenn Tottenham og fékk samning þar. Í dag er hann einn besti framherji í heimi og hefur engan áhuga á að snúa aftur til Arsenal. Erkifjendurnir í Lundúnum töpuðu þegar þeir slepptu Kane.

„Þegar þú varst krakki þá varstu stuðningsmaður Arsenal, stoltur af því. Hvað gerðist hjá þér Kan?,“ sagði Piers Morgan þegar hann talaði við Kane á ITV í morgun.

„Ég spilaði ungur með Arsenal og því miður fyrir Arsenal, þá létu þeir mig fara, ég hef verið hjá Tottenham frá ellefu ára aldri og notið þess,“ sagði Kane léttur.

Þegar hann var spurður hvort hann vildi ekki koma aftur til Arsenal, var svarið einfallt. „Ekki séns, ég er á góðum stað hjá Tottenham,“ sagði Kane við Morgan sem er frægasti stuðningsmaður Arsenal.

Innlendar Fréttir