Var Stonehenge fornt dagatal? Nei, segja vísindamenn – DV

0
118

Var Stonehenge fornt sólardagatal eins og rannsókn, sem var birt á síðasta ári, sýndi fram á? Nei, alls ekki. Það eru að minnsta kosti niðurstöður nýrrar rannsóknar tveggja vísindamanna sem sérhæfa sig í stjörnufræði fyrri tíma. Niðurstaða rannsóknar þeirra, sem var nýlega birt í Antiquity, er að Stonehenge hafi ekki verið forsögulegt sólardagatal, heldur hafi þetta verið minnisvarði um hina látnu.

Fyrstu steinunum var komið fyrir í Stonehenge fyrir um 5.000 árum síðan. Svæðið var gert í áföngum á um 1.000 árum.

Vísindamenn hafa tekist á um hlutverk þess öldum saman.

Í nýju rannsókninni er efast um niðurstöður rannsóknarinnar frá því á síðasta ári sem sýndi að Stonehenge hefði verið sólardagatal með 365,25 daga. Það er nánast sami dagafjöldi og nú er notaður í sólardagatölum.

Live Science segir að samkvæmt niðurstöðum nýju rannsóknarinnar þá sé Stonehenge ekki nægilega nákvæmt til að hafa getað þjónað hlutverki sólardagatals.