10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Var tvítug þegar hún var beitt kynferðislegu ofbeldi af stórstjörnu: „Hann stóð upp og kom aftan að mér“

Skyldulesning

David Villa einn besti sóknarmaður Spánverja frá upphafi og fyrrum framherji Barcelona er sakaður um gróft kynferðislegt ofbeldi og það ítrekað. Skyler Badillo var tvítug þegar hún var í starfsnámi hjá New York City árið 2018 en Villa var í herbúðum félagsins.

Hún segir að Villa hafi ítrekað snert sig og talað við sig á ógeðfelldan hátt. Villa hafnar þessum ásökunum en lýsingar Badillo vekja óhug.

„Ég taldi mig vera að fá tækifæri lífs mín þegar ég fékk þetta starfsnám. Það sem ég fékk var að David Villa káfaði á mér á hverjum einasta dagi, yfirmönnum mínum fannst það bara fyndið,“ segir Badillo í viðtali við The Athletic.

Badillo segir að Villa hafi viljað kaupa handa henni áfengi og bjóða henni í gleðskap, hún var undir lögaldri til þess að drekka en í Bandaríkjunum er miðað við 21 árs aldur. „Hann byrjaði að segja mér að hann elskaði mig.“

Getty Images

„Það varð svo ítrekað, hann sagði öðru fólki að hann elskaði mig. Ef ég labbaði framhjá þá öskraði hann á mig að hann elskaði mig. Stundum voru krakkarnir hans með honum þegar hann sagðist elska mig.“

Badillo segir svo frá einu atviki sem vakið hefur óhug. „Hann stóð upp og kom aftan að mér, hann setti hendurnar á mjaðmirnar mínar og þrýsti sér upp að mér. Hann hvíslaði í eyrað mitt að ég ætti að passa mig á karlmönnum í borginni.“

Félagið rannsakaði málið í sumar eftir að Badillo sagði fyrst frá málinu og komst að því að hún hefði orðið fyrir miklu áreiti án þess að nafngreina Villa í yfirlýsingu sinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir