Var vonarstjarna Arsenal en heimtar nú að fá að fara – DV

0
70

Það er útlit fyrir að Charlie Patino yfirgefi Arsenal í sumar. Þetta segir The Athletic.

Patino er 19 ára gamall og er mikið efni.

Þessa stundina er miðjumaðurinn á láni hjá Blackpool í ensku B-deildinni, þangað sem hann fór í leit að meiri spiltíma.

Patino á að baki tvo leiki fyrir aðallið Arsenal og fyrir ekki svo löngu var umræðan á þann veg að hann væri framtíðarmaður í liðinu.

Svo virðist hins vegar ekki vera. Patino vill ekki fara aftur burt á láni og ljóst er að hann mun ekki brjóta sér leið inn í byrjunarlið Arsenal strax.

Það er því útlit fyrir að leikmaðurinn verði seldur í sumar.

Patino er samningsbundinn Arsenal í rúm tvö ár til viðbótar, þar til um sumarið 2025.

Enski boltinn á 433 er í boði