1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Varað við hálku og snjór víða

Skyldulesning

Mynd úr safni.

Vetrarfærð er á landinu, snjóþekja, hálka eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Flughált er á Kjósarskarðsvegi og þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði. Enn er verið að kanna færð víða um land.

Á Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Flughált er á Bláfjallavegi og Kjósarskarðsvegi.

Sömu sögu er að segja af Vestfjörðum: Víðast hvar er hálka eða snjóþekja og sums staðar él. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði, þæfingsfærð í Ísafirði og yfir Vatnsfjarðarháls sem og á Bjarnarfjarðarhálsi en ófært er norður í Árneshrepp.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir