4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Varað við lélegu skyggni

Skyldulesning

Vonskuveður er í vændum víða um land.

Vonskuveður er í vændum víða um land.

mbl.is/Sigurður Bogi

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við kófi og lélegu skyggni í dag, einkum á fjallvegum ekki síst á Hellisheiði og Holtavörðuheiði. Hvöss él áfram í fyrramálið.

Það er hálka og éljagangur á Hellisheiði og Þrengslum. Á Mosfellsheiði er krapi og flughált á Kjósarskarði. Það er eitthvað um hálkubletti á Reykjanesinu en annars greiðfært á láglendi.

Hálka er á fjallvegum á Vesturlandi og víðast hvar hálkublettir eða greiðfært á láglendi. Það er ófært á Kleifaheiði en annars víða krapi, hálka eða hálkublettir á vegum Vestfjarða en flughált í Ísafirði og frá Hólmavík og yfir Þröskulda. Einnig er flughálka á Drangsnesvegi og Bjarnafjarðarhálsi.

Hringvegurinn er víðast greiðfær í Húnavatnssýslum og Skagafirði en hálka er Öxnadalsheiði og á útvegum norðanlands. Flughált er á Þverárfjalli og frá Hofsósi og út á Siglufjörð. Einnig er flughálka á Svínvetningabraut. Hálka á flestum leiðum á Norðausturlandi en flughálka á nokkrum leiðum eins og Aðaldalsvegi, Hólasandi, Raufarhafnarvegi, Brekknaheiði og á nokkrum leiðum í Vopnafirði. Þæfingsfærð er á austasta hluta Möðrudalsöræfa.

Flughálka er víða á Héraði og á Vatnsskarði eystra. Þungfært er á Öxi og Mjóafjarðarheiði. Greiðfært er sunnan Reyðarfjarðar. Hálka, hálkublettir eða krapi á nokkrum leiðum í uppsveitum Suðurlands en annars greiðfært.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir