7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Vara­samar að­stæður vegna slit­lags­skemmda

Skyldulesning

Innlent

Frá Mikladal.
Frá Mikladal.
Vegagerðin

Umtalsverðar slitlagsskemmdir hafa orðið á Bíldudalsvegi í Mikladal og Tálknafirði vegna veðurs. Unnið er að bráðabirgðaviðgerðum á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar þar sem segir að nokkra daga muni taka að koma ástandinu í viðunandi horf. Skemmdirnar eru mestar í Mikladal á fjögurra til fimm kílómetra kafla.

„Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar á köflum,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir