Varð að gangast undir aðgerð – Setti hlutinn í „rangt gat“ – DV

0
182

29 ára ísralesk kona varð að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi eftir að hún hafði fundið til óþæginda við að kasta af sér vatni. Auk þess var hún með magaverk. Ástæðan var að hún hafði sett glertitrara í „rangt gat“ þegar hún ætlaði að fullnægja sér. Í staðinn fyrir að fara inn í leggöngin fór titrainn inn í þvagrásina fyrir mistök. Daily Star skýrir frá þessu og segir að konan hafi síðan reynt að ná tækinu út í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Hún neyddist því til að fara á sjúkrahús að lokum.

Það voru læknar á Shaare Zedek sjúkrahúsinu í Jerúsalem sem meðhöndluðu konuna. Þeir segja að aðskotahluturinn hafi verið 10 cm að lengd og 2,5 cm á breidd.

Hann sást á röntgenmyndum og sónarmyndum sem voru teknar af konunni.

Henni voru gefin sýklalyf áður en læknar settu langt, þunnt rör inn í þvagrás hennar til að skoða hlutinn og staðsetningu hans betur. Því næst var konan deyfð á meðan verkfæri voru notuð til að ná hlutnum út úr þvagrásinni.

Þetta var fjarlægt úr þvagrásinni. Mynd:Urology Case Reports Aðgerðin gekk vel og konan var útskrifuð af sjúkrahúsinu samdægurs.