6 C
Grindavik
1. desember, 2020

Varð ofboðslega „óléttur“

Skyldulesning

ÞETTA BARA TÚLKAR ÞJÓÐARVILJANN VARÐANDI REYKJAVÍKURFLUGVÖLL…..

Jóhann Elíasson Fyrrverandi stýrimaður og núverandi "möppudýr" Stýrimaður, annað stig (fiskimaðurinn) frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík.  Iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands.  Rekstrarfræðingur frá Agder Distriktshøgskole í Noregi.  Viðskiptafræðingur...

Aðalbjörn Tryggvason, Addi í Sólstöfum.

„Ég grét af minnsta tilefni, það var eins og ýtt hefði verið á einhvern takka sem vonlaust var að slökkva á. Þetta voru bara tár, tilfinningar og fleiri tár. Alveg stórkostlega skrýtið.“ 

Þannig lýsir Aðalbjörn Tryggvason, Addi, söngvari og gítarleikari rokkbandsins Sólstafa, upplifun sinni af meðgöngu barnsmóður sinnar en hann eignaðist sitt fyrsta barn í apríl síðastliðnum, orðinn rúmlega fertugur. Hann segir það hafa komið sér í opna skjöldu að hann hafi orðið alveg ofboðslega „óléttur“ sjálfur meðan á meðgöngunni stóð.

„Annars hélt ég að ég myndi aldrei eignast barn; fannst ég vera búinn að missa af því tækifæri, kominn yfir fertugt, og var satt best að segja búinn að sætta mig við það. Síðan var ég allt í einu viðstaddur heimafæðingu og kominn með krílið á brjóstkassann. Það er ekkert sem býr mann undir þá tilfinningu. Þvílíkt kraftaverk að upplifa. Ég hafði aldrei skipt á barni en tók þetta nýja hlutverk strax föstum tökum; í dag skiptir ekkert meira máli í lífinu en að veita dóttur minni ást og umhyggju og bera á henni ábyrgð.“

Addi hætti í neyslu fyrir sjö árum og er afar þakklátur fyrir að vera edrú þegar hann tekst þetta verðuga verkefni á hendur. „Ég þekki marga alkóhólista og hef heyrt mjög sorglegar lýsingar á því hvernig börnin voru fyrir meðan þeir voru að drekka. Hugsaðu þér af hverju þetta fólk missti! Sjálfum finnst mér ekkert jafnast á við að leika við dóttur mína hérna á stofugólfinu. Það eru ómetanlegar stundir. Ég hlakka mjög til að gera alls konar hluti með henni í framtíðinni. Það er eins gott að henni líki Gibson-gítarar,“ segir hann en gott safn er að finna í húsinu. „Nú endar plötusafnið mitt heldur ekki í Góða hirðinum; það er kominn erfingi.“

Ítarlega er rætt við Adda í Sólstöfum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, meðal annars um nýju plötuna, Endless Twilight of Codependent Love, þar sem meðvirkni er leiðarstefið. 

Lesa má viðtalið í heild sinni hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.

Innlendar Fréttir