4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Varnarmaður United greindist með veiruna

Skyldulesning

Eric Bailly missir af næstu leikjum Manchester United eftir að …

Eric Bailly missir af næstu leikjum Manchester United eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

AFP

Eric Bailly, varnarmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið greindur með kórónuveiruna. Smitaðist hann í landsliðsverkefni með Fílabeinsströndinni.

Bailly hefur ekki enn snúið aftur til til Englands þar sem hann er í einangrun í heimalandinu. „Því miður verður hann ekki með okkur um nokkurt skeið.

Hann var í verkefni með Fílabeinsströndinni og fór í skimun þar og reyndist jákvæður. Hann er ekki kominn aftur til Englands,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, á blaðamannafundi eftir 2:1 sigur liðsins gegn Brighton & Hove Albion í gærkvöldi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir