10.2 C
Grindavik
24. júní, 2021

Varsjáin í aðalhlutverki í Brighton

Skyldulesning

Sadio Mané skallar knöttinn í netið en markið var síðar …

Sadio Mané skallar knöttinn í netið en markið var síðar dæmt af vegna rangstöðu.

AFP

Pascal Gros bjargaði stigi fyrir Brighton þegar liðið fékk Englandsmeistara Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Falmer-völlinn í Brighton í dag.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Gros skoraði jöfnunarmark Brighton með marki út vítaspyrnu í uppbótartíma. 

Liverpool byrjaði leikinn af krafti en Brighton-menn unnu sig vel inn í hann og á 19. mínútu fékk Brighton víti.

Neil Maupay steig á punktinn en Frakkinn skaut fram hjá markinu og staðan því áfram markalaus.

Mohamed Salah skoraði mark á 34. mínútu en varsjáin dæmdi markið af vegna rangstöðu og staðan því markalaus í hálfleik.

Jota kom svo Liverpool í forystu þegar Salah tíaði boltann upp fyrir hann rétt utan teigs. Jota keyrði í átt að marki, fór fram hjá varnarmönnum Brighton, og þrumaði boltanum í hornið nær.

Sadio Mané kom svo knettinum í netið á 85. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu en eftir að varsjáin hafði skoðað atvikið var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Það virtist svo allt stefna í jafntefli þegar Andy Robertson sparkaði í Danny Welbeck í uppbótartíma, innan teigs og vítaspyrna dæmd.

Pascal Gros steig á punktinn, þrumaði knettinum í netið og lokatölur því 1:1 í Brighton.

Liverpool er með 21 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur eins stigs forskot á Tottenham sem á leik til góða.

Brighton er í sextánda sætinu með 10 stig, 6 stigum frá fallsæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir