8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Vaxandi norðan­átt og á­fram­haldandi rigning og slydda fyrir austan

Skyldulesning

Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður norðvestantil og við suðausturströndina. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi og mikil rigning á Austfjörðum í fyrst. Síðan verður heldur úrkomuminna um tíma, en bætir aftur í rigningu seinni partinn. Hins vegar verður þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings en appelsínuvil viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 9, en þá tekur gul viðvörun gildi í sama landshluta til miðnættis. Úrkoman er spáð munu valda auknum grunnvatnsþrýstingi og viðhalda hárri grunnvatnsstöðu. Áfram sé því hætta á vatnsflóðum og skriðuföllum. Talsvert álag á fráveitukerfi og talsverðar líkur á vatnstjóni.

Á morgun er spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður á Vestfjörðum, en lægir heldur austantil seinni partinn. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu og rigning austast, en annars dálítil væta með köflum. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Spáin fyrir klukkan 13.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðan og norðaustanustan 13-20 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Slydda eða snjókoma á N-verðu landinu og talsverðri rigning á Austfjörðum, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 0 til 6 stig, svalast N-lands.

Á laugardag: Allhvöss eða hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu N-til og rigningu við A-ströndina, en almennt þurrt syðra. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag og mánudag (vetrarsólstöður): Norðanátt með snjókomu eða éljagangi, en bjart með köflum sunnan heiða. Kólnandi veður.

Á þriðjudag: Ákveðin norðlæg átt, sums staðar él og talsvert fost.

Á miðvikudag (Þorláksmessa): Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt, él á víð og dreif og áfram kalt í veðri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir