Veðrið hefur sett strik í reikninginn

0
108

Sæfari í slippnum á Akureyri en ferjan sinnir ekki Grímseyingum á næstunni. mbl.is/Þorgeir

Ferjan Sæfari, sem alla jafna siglir til og frá Grímsey fjórum sinnum í viku, er nú í slipp á Akureyri út af reglubundnu viðhaldi. Sæfari gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum til Grímseyjar en fór í slipp 20. mars og er áætlað að viðgerðir taki um tvo mánuði, að því er fram kemur um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Grímseyingar annast sjálfir fraktflutninga til og frá eynni með Þorleifi EA, 80 tonna fiskibát, eins og fram kom í blaðinu í síðasta mánuði.

„Samgöngur hafa gengið ágætlega. Hvorki við né Vegagerðin getum stjórnað veðurfarinu. Veðrið hefur ekki verið nógu gott eins og getur gerst á þessum árstíma og það hefur sett mest strik í reikninginn,“ sagði Halla Ingólfsdóttir í Grímsey þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar en hún er formaður hverfisráðs í Grímsey.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.