Innlent
| mbl
| 17.12.2020
| 13:53
Á morgun fer veður smám saman versnandi á fjallvegum með vaxandi norðaustanátt og hríðarveðri að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar.
Hann segir að veðrið muni einkum versna á Öxnadalsheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Síðar einnig á Bröttubrekku og Þverárfjalli, en svo virðist sem að Holtavörðuheiði sleppi betur.