Veðurfræðingur setti allt á hliðina eftir að lítil stúlka í leit að kettlingnum sínum hringdi dyrabjöllunni – DV

0
50

Bandarískur veðurfræðingur setti nýlega allt á hliðina eftir að hann setti færslu inn á Facebook-síðu sem hann heldur utan um – síðuna iWeatherNet.

Síðan er með um 116 þúsund fylgjendur en þar er fjallað um veðrið í Dallas, Fort Worth og Atlanta. Veðurfræðingurinn á bak við hana er Chris Robbins. Í lok apríl hefur hann líklega ruglast og óvart notað þann aðgang, fremur en sinn persónulega er hann skrifaði eftirfarandi færslu:

„Barn var að hringja dyrabjöllunni minn. Fólk þið hringið EKKI dyrabjöllum árið 2023. Sexan mín [byssa] var hlaðin. Haldið börnunum ykkar í burtu.“

Undir færluna skrifaði hann svo Chris.

Segja má að viðbrögðin hafi verið hörð. Velti fólk því fyrir sér hvort að veðurfræðingurinn væri í alvörunni að tilkynna það að hann væri tilbúinn að skjóta fólk bara fyrir að dingla bjöllunni hans. Eins sé frekar ógeðfellt að hóta börnum slíku.

Chris bætti svo við frásögn sína. Hann tók fram að barnið sem hafi hring bjöllu hans hafi verið lítil stúlka sem var að leita að kettlinginum sínum. Chris sagði að hann hafi verið óþolinmóður og bara að grínast, en það sé samt í rauninni ekki góð hugmynd fyrir börn að flakka um og hringja dyrabjöllum hjá ókunnugum. Tók hann jafnframt fram að ef þessi „krakkaskömm“ myndi aftur hringja bjöllunni hans daginn eftir þá myndi hann hringj aá lögregluna.

Ekki hafði veðurfræðingurinn lokið sér af því hann sagðist hafa tilkynnt litlu stúlkunni að hann gæti rifið í hár hennar ef hún gerði þetta aftur. En þetta hafi leitt til þess að stúlkan fór að gráta. Vildi Chris meina að þetta hafi verið lærdómstækifæri fyrir stúlkuna.

Og enn hafði hann ekki lokið sér af. Eyddi hann deginum í að drita út fleiri færslum þar sem hann reyndi að afsaka hegðun sína meðal annars með því að vísa í nýlegar fréttir að unglingum og ungmennum sem hafi verið skotin fyrir að fara húsavillt.

Eftir að færslur hans fóru í mikla dreifingu um netið tilkynnti Chris svo að honu hafi borist líflátshótanir. Hann tók fram að hann þekkti alla í lögreglunni sem og lögreglustjóran í Atlanta og vísaði aftur til þess að hann ætti byssu.

„Þið getið hlegið að mér. Ég gerði eitthvað gott í lífinu. Hvað hafið þið gert? Guð er að horfa. Og ég skaut engann fyrir utan hurðina mína. Sexan mín er hér við hlið mér“

Chris Robbins, of iWeatherNet, needs further scrutiny from authorities. He is a danger to people, particularly children. pic.twitter.com/Xb6719DKqi

— Pevenly (@Pevenly1) May 2, 2023

This is America now.

A 6 year old knocks on a door looking for her lost kitten and meteorologist Chris Robbins’ fragile masculinity causes him to think of his loaded gun. pic.twitter.com/nuNeHdMCbt

— AskAubry 🦝 (@ask_aubry) May 2, 2023

🚨 This is Chris Robbins 🚨

He’s a meteorologist who threatened to shoot a girl and pull her hair because she rang his doorbell to ask if he’d seen her lost kitten.

He said “My 6 was loaded” and claims to know the @FultonInfo Police Chief.

Please report him #wxtwitter pic.twitter.com/B25WoulpqD

— Meteorologist Katie Nickolaou (@weather_katie) May 2, 2023

AMS thanks those who brought our attention by tweeting us today.

Chris Robbins has not been an AMS member since 2018; however, we want to clarify that we do not condone violence of any kind. We will be looking further into this incident.

— American Meteorological Society (@ametsoc) May 1, 2023

Chris Robbins from DFW threaten to kill a kid because the girl lost her cat and rang his doorbell. https://t.co/QAa60osgwd

— The Doctor (@Drstevenhobbs) May 1, 2023