5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Veðurstofan hækkar viðvörunarstig

Skyldulesning

Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig vegna veðurs upp í appelsínugult fyrir tvö spásvæði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið.

Ástæðan fyrir þessu er að útlit er fyrir að vindstyrkur verði meiri en upphafleg spá gerði ráð fyrir. Óvissa er um hversu hratt hlýnar, en það hefur áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi.

„Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Æskilegt er að fólk kynni sér veðurspár vel og ani ekki út í óvissuna, því útlit er á að élin verði bæði dimm og mjög hvöss.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir