10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Veðurstofan hækkar viðvörunarstigið

Skyldulesning

Það er greinilega best að vera á Austurlandi í dag.

Það er greinilega best að vera á Austurlandi í dag.

Kort/Veðurstofa Íslands

App­el­sínu­gul veðurviðvör­un er í gildi á Faxa­flóa­svæðinu og Breiðafirði og samskonar viðvörun tekur gildi í kvöld á Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Búið var að gefa út gula viðvörun fyrir síðarnefndu svæðin en Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstigið.

Í þessum landshlutum má gera ráð fyrir suðvestan roki með dimmum éljum. Skyggni verður mjög lítið og fjallvegir eru eða verða mjög líklega ófærir.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að óveður er á Snæfellsnesi. Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum og víða skafrenningur.

Á Vestfjörðum er einnig víða hálka eða hálkublettir. Ófært er um Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp og mjög hvasst á Kletthálsi.

Auk þess­ara viðvar­ana eru gul­ar veðurviðvar­an­ir í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Norðurlandi eystra og Miðhálendinu. Heldur hefur dimmt yfir höfuðborgarsvæðinu og gengur þar á með dimmum éljum.

Veðurvefur mbl.is

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir